Charades, heads up

Charades appið er stórskemmtilegt til að nota í tungumálakennslu og í íslensku. Kennarinn býr til orðalista sem hann deilir með nemendum með kóða. Nemendur nota síðan orðalistann til að spila leik þar sem reynt er að útskýra fyrir þeim sem er með tækið hvað stendur á skjánum án þess að segja honum orðið beint.