Eitt af því sem gerir vinnuna með Google svo skemmtilega er að hægt er að velja um ótrúlegan fjölda af viðbótum til að hjálpa til við eiginlega allt sem maður er að vinna að. Hins vegar er þetta mikill frumskógur af viðbótum sem ekki er gott að vita í fljótu bragði hverjar nýtast og hverjar ekki.

Með þessari síðu er ætlunin að koma nokkrum viðbótum sem við erum að nota dags daglega á framfæri öðrum kennurum til hagsbóta. Ef þú ert nýliði í heimi viðbóta skaltu byrja á því að skoða myndbandið- Að setja inn viðbætur.

Að setja inn viðbætur

Eitt af því sem gerir vinnuna með Google svo skemmtilega er að hægt er að velja um ótrúlegan fjölda af viðbótum til að hjálpa til við eiginlega allt sem maður er að vinna að. Hins vegar er þetta mikill frumskógur af viðbótum sem ekki er gott að vita í fljótu bragði hverjar nýtast og hverjar ekki. Með þessari síðu er ætlunin að koma nokkrum viðbótum sem við erum að nota dags daglega á framfæri öðrum kennurum til hagsbóta. Ef þú ert nýliði í heimi viðbóta skaltu byrja á því að skoða myndbandið hérna hægra megin sem sýnir þér hvernig þú setur upp viðbætur í Google forritunum.

Doctopus og Goobric

Viðbæturnar Doctopus og Goobric vinna saman í því að gera okkur auðveldara að gefa fyrir með Rubics kvarða. Allar niðurstöður safnast saman í einu Sheets skjali og hægt er að senda þær til nemandans. Kvarðinn fer neðst á skjalið með gráum lit í þeim reitum sem við merktum við. Einstaklega þægileg og auðveld leið að gefa fyrir verkefni sem er skila t.d. í Classroom og passar vel til að gefa fyrir hæfniviðmið.

Read Aloud

Eitt af því sem gerir vinnuna með Google svo skemmtilega er að hægt er að velja um ótrúlegan fjölda af viðbótum til að hjálpa til við eiginlega allt sem maður er að vinna að. Hins vegar er þetta mikill frumskógur af viðbótum sem ekki er gott að vita í fljótu bragði hverjar nýtast og hverjar ekki. Með þessari síðu er ætlunin að koma nokkrum viðbótum sem við erum að nota dags daglega á framfæri öðrum kennurum til hagsbóta. Ef þú ert nýliði í heimi viðbóta skaltu byrja á því að skoða myndbandið hérna hægra megin sem sýnir þér hvernig þú setur upp viðbætur í Google forritunum.

Draftback

Draftback er skemmtileg viðbót sem tengist við Google Chrome en notast með Google Docs. Þessi viðbót skannar skjalið og spilar hvernig nemandinn skrifaði skjalið. Ef t.d. það kemur mikill texti allt í einu í skjalið þá er það merki um að textinn hafi verið kóperaður inn í skjalið. Einnig er hægt að smella á hlekk efst á spilaða skjalinu og þá sést klukkan hvað var verið að vinna í því og hversu mörg slög hver og einn lagði til í skjalið. Þannig er hægt að fylgjast með í hópavinnu hvernig nemendur hafa unnið verkefnið.

Awesome Screenshot

Awesome Screenshot er ein leið til að taka skjáskot. Það sem þessi viðbót, sem er fyrir Chrome, gerir er að áður en hún vistast opnast editor þar sem hægt er að blurra myndir, bæta við texta eða setja inn hluti eins og t.d. örvar. Þetta getur sparað manni vinnu þegar verið er að gera skýringarmyndir eða birta efni til nemenda þar sem hluti af efninu má ekki sjást.

OpenDyslexicFont í Chrome

Þessi viðbót breytir texta á síðum í aðra leturgerð sem á að henta vel fyrir fólk með lestrarörðugleika. Þið einfaldlega sækið viðbótina fyrir Chrome, virkjið hana og allur texti á vefsíðum breytist umsvifalaust. Lítið mál er að kveikja og slökkva á viðbótinni til hægðarauka.

Unsplash Photos

Eitt af því sem tekur mikinn tíma þegar unnið er með skyggnur er að finna góðar myndir. Vefsíðan unsplash.com er algjör snilld fyrir okkur sem viljum ekki þurfa að hafa áhyggjur af höfundaréttarvörðum ljósmyndum til að nota þegar við erum að búa til efni. Þar inni eru þúsundir af myndum frá atvinnuljósmyndurum sem eru fríar. Unsplash photos opnar rennu hægra megin í Google Slides með leitarglugga. Maður skrifar inn að hverju verið er að leita og myndirnar birtast fyrir neðan. Smellt er á mynd sem á að nota og hún dettur inn í skyggnurnar þar sem hægt er að vinna með þær eftir þörfum.

Insert Icons

Insert Icons er einföld viðbót sem leyfir manni að setja inn alls konar tákn og vörumerki inn í Slides. Þá þarf ekki að leita á netinu að þeim heldur eru þær allar á sama stað og hægt að breyta um liti á þeim áður en þær eru settar inn í Slides.

MindMeister

MindMeister er viðbót við Google Docs. Þessi viðbót tekur texta sem búið er að setja upp í lista í Docs og breytir honum í hugtakakort. Síðan setur viðbótin hugtakakortið inn í skjalið sem ljósmynd og þá er hægt að eyða textanum en myndin stendur eftir.

Easy Accents

Easy Accents er einföld viðbót sem hægt er að setja upp í bæði Docs og Slides. Það sem hún gerir er að opna rennu hægra megin þar sem valið er tungumál og þar inni er auðvelt að setja inn stafi eins og t.d. í dönsku sem oft er pínu vesen að nálgast annars. Maður ýtir bara á stafinn og hann fer strax inn í skjalið þar sem bendillinn er. Einfaldara getur það varla verið.

Shutterstock Editor

Shutterstock editor er einfaldur editor sem gerir manni kleift að taka myndir sem komnar eru á glærur og setja inn á þær örvar, texta og fleiri hluti og vista þær aftur á sinn stað í Google Slides. Sparar manni mikinn tíma í dúllerí þegar maður þarf að bæta hlutum á myndir inni á Slides.

Highlight tool

Highlight tool viðbótin gerir manni kleift að búa til flokka með mismunandi litum til að merkja orð í Google Docs. Ég hef notað þetta til að láta nemendur orðflokkagreina texta. Það sem er svo skemmtilegt við þetta er að þegar búið er að merkja orðin er hægt að láta viðbótina raða þeim eftir litum þannig að nafnorðin raðast saman og svo koll af kolli. Með því að líta yfir röðunina er lítið mál að sjá hvort viðkomandi sé búinn að ná grunnfærni í því að greina orð í orðflokka.

Explore hnappurinn

Með því að virkja Explore hnappinn í Slides nýtum við okkur það að Google hefur virkjað gervigreindina til að hjálpa okkur að gera fallegar glærur á stuttum tíma. Það er ekki ofsögum sagt að þessi hnappur hefur sparað mér ófáar klukkustundir í vinnu í gegnum árin. Maður einfaldlega setur inn textann sem á að vera á glærunum, hendir inn góðri mynd og ýtir svo á hnappinn og þá birtast tillögur að glæru sem hægt er að ýta á og breytist þá glæran samstundis.

Full Deck for Google Docs

Vefsíðan unsplash.com er algjör snilld fyrir okkur sem viljum ekki þurfa að hafa áhyggjur af höfundaréttarvörðum ljósmyndum til að nota þegar við erum að búa til efni. Þarna inni eru þúsundir af myndum frá atvinnuljósmyndurum sem eru fríar. Full Deck opnar rennu hægra megin með leitarglugga. Maður skrifar inn að hverju verið er að leita og myndirnar birtast fyrir neðan. Smellt er á mynd sem á að nota og hún dettur inn í skjalið þar sem bendillinn er.

Extension Manager

Extension manager er í raun viðbót til að stjórna viðbótum. Við notum viðbætur mismunandi mikið eftir gerð og eiginleika hverrar viðbótar. Of margar viðbætur hægja á vafranum og ekki vill maður vera að taka þær út og hlaða þeim inn þegar verið er að nota þær. Þessi viðbót á við um viðbætur sem virka með Chrome og með henni er einfalt að slökkva og kveikja á viðbótum eftir hentugleika.

Flippity.net

Flippity viðbótin er hætt og vefsíðan flippity.net er komin í staðinn. Komin eru fleiri tæki og tól til að hlaða niður og vinna með í kennslu. Gamla góða hópaskiptingin er enn á sínum stað.

Mote raddskilaboð

Mote raddskilaboð er viðbót sem gerir okkur kleift að setja inn raddskilaboð í mörg forrit frá Google. Með þessu fæst mikill tímasparnaður t.d. á Classroom þar sem tímafrekt getur verið að skrifa inn comment hjá öllum nemendum.

Loom skjáupptökur

Loom skjáupptökur eru flottar fyrir kennarann sem vill gera stutt og löng kennslumyndbönd með því að taka upp skjáinn. Kennaraaðgangurinn gefur okkur mest 45 mínútur í hverju myndbandi og ótakmarkaðan fjölda myndbanda sem geymist á heimasvæði kennarans hjá Loom. Ekki skemmir fyrir að aðgangurinn er algjörlega ókeypis.