Nemendur eiga samkvæmt MMS að taka lesskilningspróf tvisvar sinnum á hverjum vetri. Þessi próf er hægt að nálgast hér. Þið smellið á myndina og þá getið þið sótt Google Forms skjal sem hægt er að leggja fyrir nemendur ykkar og fara yfir jafnóðum. Skjalið er með innbyggðum svarlykli þannig að þið fáið niðurstöðurnar um leið og nemandi hefur svarað spurningunum. Inni í Forms hlutanum hjá okkur getið þið séð hvernig þið sækið skjalið, breytt því og sent það út til nemenda

Orðarún

Hér er hægt að nálgast fjölmörg próf í stærðfræði sem búið er að setja á rafrænt form. Þessi próf eru ætluð sem kaflapróf úr Skala, Stiku og Sprotabókunum og eru flestir kaflarnir hér undir. Ekki var hægt að setja alla kafla hér inn vegna þess að sumir kaflarnir krefjast ákveðinnar teiknikunnáttu frá nemendum sem ekki er enn í boði, rafrænt. Við minnum á að í Google Forms hlutanum á síðunni er hægt að nálgast upplýsingar um hvernig við sækjum, breytum og sendum próf til nemenda á rafrænu formi.

Stærðfræði

Hérna er hægt að fara og sækja sagnapróf í ensku á unglingastigi sem unnin hafa verið á Google Forms og eru með innbyggðum svarlykli. Prófin eru frá Rögnu Kristjánsdóttur, enskukennara í Giljaskóla á Akureyri og birtum við þau hér með hennar leyfi. Við minnum á að í Google Forms hlutanum á síðunni er hægt að nálgast upplýsingar um hvernig við sækjum, breytum og sendum próf til nemenda á rafrænu formi.

Enskar sagnir

Hérna er hægt að fara og sækja sagnapróf sem unnin hafa verið á Google Forms og eru með innbyggðum svarlykli. Prófin eru frá Einari Loga Vilhjálmssyni, dönskukennara í Síðuskóla á Akureyri og birtum við þau hér með hans leyfi. Við minnum á að í Google Forms hlutanum á síðunni er hægt að nálgast upplýsingar um hvernig við sækjum, breytum og sendum próf til nemenda á rafrænu formi.

Danskar sagnir